Ríkið mun geta gefið út skuldabréf til lengri tíma en 25 ára Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. VÍSIR/PJETUR Íslenska ríkið mun geta gefið út skuldabréf til lengri tíma en 25 ára verði frumvarp sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur samið að lögum. Ráðuneytið hefur birt drög að frumvarpinu en í greinargerð sem því fylgir segir að ríkisskuldabréf til lengri tíma en 25 ára geti verið „ákjósanlegur fjárfestingarkostur“ fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta með langtímaskuldbindingar. Ætla megi að fyrirsjáanleg stækkun lífeyrisjóðanna á næstu árum og áratugum geti leitt til aukinnar eftirspurnar eftir lengri skuldabréfum af þeirra hálfu. Í greinargerðinni er jafnframt tekið fram að útgáfa lengri skuldabréfa geti auðveldað ríkissjóði að ná markmiðum sínum um meðallánstíma lánasafns síns en gert er ráð fyrir að sá tími sé á bilinu fimm til sjö ár. Þó segir að núverandi stefna í lánamálum geri ekki ráð fyrir að slíkur möguleiki verði nýttur nema ef sýnt þætti að slík útgáfa hefði „verulega hagkvæmni“ í för með sér fyrir ríkissjóð. Er einnig bent á að mörg ríki hafi á undanförnum árum gefið út skuldabréf til lengri tíma en 30 ára í þeim tilgangi að læsa inn sögulega lága vexti og tryggja þannig hagstæða fjármögnun til framtíðar. Þó er tekið fram að skuldaþróun Íslands í samanburði við önnur ríki sé „verulega hagstæð þar sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt á undanförnum árum ólíkt mörgum öðrum löndum þar sem skuldahlutfall er enn hækkandi“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Íslenska ríkið mun geta gefið út skuldabréf til lengri tíma en 25 ára verði frumvarp sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur samið að lögum. Ráðuneytið hefur birt drög að frumvarpinu en í greinargerð sem því fylgir segir að ríkisskuldabréf til lengri tíma en 25 ára geti verið „ákjósanlegur fjárfestingarkostur“ fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta með langtímaskuldbindingar. Ætla megi að fyrirsjáanleg stækkun lífeyrisjóðanna á næstu árum og áratugum geti leitt til aukinnar eftirspurnar eftir lengri skuldabréfum af þeirra hálfu. Í greinargerðinni er jafnframt tekið fram að útgáfa lengri skuldabréfa geti auðveldað ríkissjóði að ná markmiðum sínum um meðallánstíma lánasafns síns en gert er ráð fyrir að sá tími sé á bilinu fimm til sjö ár. Þó segir að núverandi stefna í lánamálum geri ekki ráð fyrir að slíkur möguleiki verði nýttur nema ef sýnt þætti að slík útgáfa hefði „verulega hagkvæmni“ í för með sér fyrir ríkissjóð. Er einnig bent á að mörg ríki hafi á undanförnum árum gefið út skuldabréf til lengri tíma en 30 ára í þeim tilgangi að læsa inn sögulega lága vexti og tryggja þannig hagstæða fjármögnun til framtíðar. Þó er tekið fram að skuldaþróun Íslands í samanburði við önnur ríki sé „verulega hagstæð þar sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt á undanförnum árum ólíkt mörgum öðrum löndum þar sem skuldahlutfall er enn hækkandi“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira