Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2018 18:45 Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins. Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins.
Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56