Handbolti

Ljónin með þriðja sigurinn í röð í Ofurbikarnum en óvænt tap Skjern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur átti góðan leik í kvöld og hér fagnar hann einu af mörkum sínum.
Guðjón Valur átti góðan leik í kvöld og hér fagnar hann einu af mörkum sínum. vísir/getty
Rhein Neckar-Löwen er sigurvegarinn í þýska Ofurbikarnum þriðja árið í röð en þeir unnu sjö marka sigur, 33-26, á Flensburg í kvöld.

Í þýska Ofurbikarnum mætast þau lið sem unnu deildina og bikarinn á síðustu leiktíð en Löwen vann deildina á meðan Flensburg stóð uppi sem sigurvegari í bikanum.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en góður lokakafli í fyrri hálfleik gerði það að verkum að Ljónin leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 18-16.

Þeir stigu svo heldur betur á bensíngjöfina í síðari hálfleik. Þeir leiddu allan tímann og þegar Flensburg nálgaðist gáfu þeir bara í. Munurinn að endingu sjö mörk, 33-26.

Skjern, með þá Björgvin Pál Gústavsson og Tandra Má Konráðsson innan borðs, eru óvænt úr leik í danska bikarnum eftir tveggja marka tap gegn Skanderborg, 26-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×