Fór að trúa andstyggilegum aðfinnslum Stjörnustríðsaðdáenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 10:33 Leikkonan Kelly Marie Tran. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09
Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“