Tilfinningaþrungnir endurfundir í Norður-Kóreu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2018 22:02 Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Vísir/AP Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira