Hollustuhlaup Guðmundur Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Ég leit aðeins til Reykjavíkur í fyrradag, rétt um miðjan daginn, þegar síðustu svínfeitu kerlingarnar voru að renna sér fótskriðu, í eigin lýsi, í mark í einhverri hlaupavegalengd sem var þeim ofviða. Lærin á þeim eins og ormétin fírkantstré, dragandi rass og keppi. Álengdar, hvetjandi, stóðu stútungs karlar í andnauð, pungsveittir með blóðrisa geirvörtur, þrútnir af áreynslu með síma á lofti að mynda sjálfa sig með þátttökupening um háls og skúturnar sínar sem stundu sig yfir marklínuna. Til léttis því fólki sem hafði snemma í vor, líklega í ölæði, tekið að sér að snara peningum yfir hálsinn á hlaupadýrunum. Lækjargatan var eins og óeirðasvæðið við Alþingishúsið á þingsetningardegi, eða fjármarkaður í Stratford-upon-Avon; járngrindur í skipulagðri óreiðu, til þess að stía í sundur fólki og fénaði, sárfættum hlaupaköttum og gangandi lífsstílslausum skríl sem kann ekki að hlaupa – nema þá í spik, eða á sig. Þau börn, sem foreldrar höfðu ekki þvingað til hlaupa, stóðu og horfðu í forundran á þessa orgíu og svipuðust um eftir bannmerki í umhverfinu; einhverju tákni um að þessi ósköp væru þeim forboðin – líkt og ljótu myndirnar í sjónvarpinu sem þau eru hrakin frá með harðri hendi. Sjúkrabílar óku á ofsahraða eftir gangstéttum, því götur voru að mestu lokaðar, með deyjandi hlaupagikki sem ekki höfðu kunnað fótum sínum forráð – og alls ekki hugsun sinni – í viðleitni til að styðja gott málefni. Andrúmsloftið mettað líkamslykt og útblæstri neyðarbifreiða – og manna. Veitingamenn báru stóla og borð út í herlegheitin svo fólk gæti setið þar og þjórað þangað til púðurlyktin síðar um kvöldið kæfði mannaþefinn. Ég ók heim til að mæla blóðsykurinn í kettinum – og fitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég leit aðeins til Reykjavíkur í fyrradag, rétt um miðjan daginn, þegar síðustu svínfeitu kerlingarnar voru að renna sér fótskriðu, í eigin lýsi, í mark í einhverri hlaupavegalengd sem var þeim ofviða. Lærin á þeim eins og ormétin fírkantstré, dragandi rass og keppi. Álengdar, hvetjandi, stóðu stútungs karlar í andnauð, pungsveittir með blóðrisa geirvörtur, þrútnir af áreynslu með síma á lofti að mynda sjálfa sig með þátttökupening um háls og skúturnar sínar sem stundu sig yfir marklínuna. Til léttis því fólki sem hafði snemma í vor, líklega í ölæði, tekið að sér að snara peningum yfir hálsinn á hlaupadýrunum. Lækjargatan var eins og óeirðasvæðið við Alþingishúsið á þingsetningardegi, eða fjármarkaður í Stratford-upon-Avon; járngrindur í skipulagðri óreiðu, til þess að stía í sundur fólki og fénaði, sárfættum hlaupaköttum og gangandi lífsstílslausum skríl sem kann ekki að hlaupa – nema þá í spik, eða á sig. Þau börn, sem foreldrar höfðu ekki þvingað til hlaupa, stóðu og horfðu í forundran á þessa orgíu og svipuðust um eftir bannmerki í umhverfinu; einhverju tákni um að þessi ósköp væru þeim forboðin – líkt og ljótu myndirnar í sjónvarpinu sem þau eru hrakin frá með harðri hendi. Sjúkrabílar óku á ofsahraða eftir gangstéttum, því götur voru að mestu lokaðar, með deyjandi hlaupagikki sem ekki höfðu kunnað fótum sínum forráð – og alls ekki hugsun sinni – í viðleitni til að styðja gott málefni. Andrúmsloftið mettað líkamslykt og útblæstri neyðarbifreiða – og manna. Veitingamenn báru stóla og borð út í herlegheitin svo fólk gæti setið þar og þjórað þangað til púðurlyktin síðar um kvöldið kæfði mannaþefinn. Ég ók heim til að mæla blóðsykurinn í kettinum – og fitna.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar