Hollustuhlaup Guðmundur Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Ég leit aðeins til Reykjavíkur í fyrradag, rétt um miðjan daginn, þegar síðustu svínfeitu kerlingarnar voru að renna sér fótskriðu, í eigin lýsi, í mark í einhverri hlaupavegalengd sem var þeim ofviða. Lærin á þeim eins og ormétin fírkantstré, dragandi rass og keppi. Álengdar, hvetjandi, stóðu stútungs karlar í andnauð, pungsveittir með blóðrisa geirvörtur, þrútnir af áreynslu með síma á lofti að mynda sjálfa sig með þátttökupening um háls og skúturnar sínar sem stundu sig yfir marklínuna. Til léttis því fólki sem hafði snemma í vor, líklega í ölæði, tekið að sér að snara peningum yfir hálsinn á hlaupadýrunum. Lækjargatan var eins og óeirðasvæðið við Alþingishúsið á þingsetningardegi, eða fjármarkaður í Stratford-upon-Avon; járngrindur í skipulagðri óreiðu, til þess að stía í sundur fólki og fénaði, sárfættum hlaupaköttum og gangandi lífsstílslausum skríl sem kann ekki að hlaupa – nema þá í spik, eða á sig. Þau börn, sem foreldrar höfðu ekki þvingað til hlaupa, stóðu og horfðu í forundran á þessa orgíu og svipuðust um eftir bannmerki í umhverfinu; einhverju tákni um að þessi ósköp væru þeim forboðin – líkt og ljótu myndirnar í sjónvarpinu sem þau eru hrakin frá með harðri hendi. Sjúkrabílar óku á ofsahraða eftir gangstéttum, því götur voru að mestu lokaðar, með deyjandi hlaupagikki sem ekki höfðu kunnað fótum sínum forráð – og alls ekki hugsun sinni – í viðleitni til að styðja gott málefni. Andrúmsloftið mettað líkamslykt og útblæstri neyðarbifreiða – og manna. Veitingamenn báru stóla og borð út í herlegheitin svo fólk gæti setið þar og þjórað þangað til púðurlyktin síðar um kvöldið kæfði mannaþefinn. Ég ók heim til að mæla blóðsykurinn í kettinum – og fitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég leit aðeins til Reykjavíkur í fyrradag, rétt um miðjan daginn, þegar síðustu svínfeitu kerlingarnar voru að renna sér fótskriðu, í eigin lýsi, í mark í einhverri hlaupavegalengd sem var þeim ofviða. Lærin á þeim eins og ormétin fírkantstré, dragandi rass og keppi. Álengdar, hvetjandi, stóðu stútungs karlar í andnauð, pungsveittir með blóðrisa geirvörtur, þrútnir af áreynslu með síma á lofti að mynda sjálfa sig með þátttökupening um háls og skúturnar sínar sem stundu sig yfir marklínuna. Til léttis því fólki sem hafði snemma í vor, líklega í ölæði, tekið að sér að snara peningum yfir hálsinn á hlaupadýrunum. Lækjargatan var eins og óeirðasvæðið við Alþingishúsið á þingsetningardegi, eða fjármarkaður í Stratford-upon-Avon; járngrindur í skipulagðri óreiðu, til þess að stía í sundur fólki og fénaði, sárfættum hlaupaköttum og gangandi lífsstílslausum skríl sem kann ekki að hlaupa – nema þá í spik, eða á sig. Þau börn, sem foreldrar höfðu ekki þvingað til hlaupa, stóðu og horfðu í forundran á þessa orgíu og svipuðust um eftir bannmerki í umhverfinu; einhverju tákni um að þessi ósköp væru þeim forboðin – líkt og ljótu myndirnar í sjónvarpinu sem þau eru hrakin frá með harðri hendi. Sjúkrabílar óku á ofsahraða eftir gangstéttum, því götur voru að mestu lokaðar, með deyjandi hlaupagikki sem ekki höfðu kunnað fótum sínum forráð – og alls ekki hugsun sinni – í viðleitni til að styðja gott málefni. Andrúmsloftið mettað líkamslykt og útblæstri neyðarbifreiða – og manna. Veitingamenn báru stóla og borð út í herlegheitin svo fólk gæti setið þar og þjórað þangað til púðurlyktin síðar um kvöldið kæfði mannaþefinn. Ég ók heim til að mæla blóðsykurinn í kettinum – og fitna.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar