Skúli tryggt sér milljarða króna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 31. ágúst 2018 06:00 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Fréttablaðið/Anton Brink Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Þeir sem kjósa að nýta umræddan kauprétt munu jafnframt fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta útboðsins. Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir skuldabréfaútboðið núna formlega hafið eftir að félaginu hafi tekist að fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta til þess að skrá sig fyrir stórum hluta útboðsins á umræddum kjörum. Ekki liggur fyrir hver endanleg stærð útboðsins verður en ráðgert er að það verði allt að tólf milljarðar króna.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Vextir á skuldabréfunum verða í kringum níu prósent og að sögn Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Skúli segir „jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu móti taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu WOW air þegar félagið verður skráð á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Aðspurður telur hann að flugfélagið verði fullfjármagnað fram að þeim tíma eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Skúli hefur síðustu tvær vikur, ásamt stjórnendum og ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, fundað með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar kynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, en ekki er búist við því að þeir taki þátt í útboðinu. Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna skuldabréfaútboðsins var ekki gert ráð fyrir útgáfu skuldabréfa með kauprétti en þó var ljóst að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundunum með stjórnendum WOW og Pareto. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Þeir sem kjósa að nýta umræddan kauprétt munu jafnframt fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta útboðsins. Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir skuldabréfaútboðið núna formlega hafið eftir að félaginu hafi tekist að fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta til þess að skrá sig fyrir stórum hluta útboðsins á umræddum kjörum. Ekki liggur fyrir hver endanleg stærð útboðsins verður en ráðgert er að það verði allt að tólf milljarðar króna.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Vextir á skuldabréfunum verða í kringum níu prósent og að sögn Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Skúli segir „jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu móti taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu WOW air þegar félagið verður skráð á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Aðspurður telur hann að flugfélagið verði fullfjármagnað fram að þeim tíma eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Skúli hefur síðustu tvær vikur, ásamt stjórnendum og ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, fundað með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar kynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, en ekki er búist við því að þeir taki þátt í útboðinu. Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna skuldabréfaútboðsins var ekki gert ráð fyrir útgáfu skuldabréfa með kauprétti en þó var ljóst að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundunum með stjórnendum WOW og Pareto.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00
Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45
Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00
Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44