Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 12:30 Alla jafna er 21 lögreglumaður á vakt á Vesturlandi. Þeim þurfi að fjölga ef tryggja eigi lágmarksmönnun að sögn yfirlögregluþjóns. VÍSIR/PJETUR Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00