Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 12:30 Alla jafna er 21 lögreglumaður á vakt á Vesturlandi. Þeim þurfi að fjölga ef tryggja eigi lágmarksmönnun að sögn yfirlögregluþjóns. VÍSIR/PJETUR Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00