Úlfurinn Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Upphlaup hafa einkennt borgarmálin frá kosningum og fjallaði ritstjóri Fréttablaðsins nýlega um ábyrgð minnihlutaflokkanna á stöðunni í leiðara sem bar heitið „Úlfur, úlfur“. Þar er með réttu ástandið gagnrýnt, bent á borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi ein Sjálfstæðismanna látin sæta ábyrgð. Sú nálgun varpar ljósi á ósættið sem nú geisar meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Til þess að geta fjallað um innanflokkskróníku Sjálfstæðismanna leggur ritstjórinn lykkju á leið sína og endurtekur kunnuglegt stef frá síðasta kjörtímabili um að allt væri í kalda kolum í Reykjavík. Fjármál í ólestri, hærri og hærri fasteignagjöld, illa mannaðir leikskólar, heimatilbúin húsnæðiskreppa og tekjustofnar hækkaðir með „sjónhverfingum“. Ekkert er fjarri lagi og staðreyndin sú að rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Þannig voru borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar rekin með 28 milljarða hagnaði árið 2017. Þá hafa skuldir farið lækkandi síðustu ár, álagshlutfall fasteignagjalda lækkað á alla og fengu eldri borgarar og öryrkjar sérstakan afslátt. Aldrei í sögu borgarinnar hafa fleiri íbúðir verið í byggingu. Við það bætist félagslega húsnæðisuppbyggingin sem ekkert annað sveitarfélag hefur séð sóma sinn í að taka þátt í. Samanborið við önnur sveitarfélög renna hlutfallslega mestir fjármunir til velferðarmála í Reykjavík. Það er því auðvelt fyrir nágrannasveitarfélögin að hafa útsvarið örlítið lægra þegar þau axla ekki ábyrgð á vanda heimilislausra og félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Í Reykjavík eru 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa en hlutfallið tvær íbúðir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að leikskólamönnun gengur betur en síðustu ár. Það er auðvitað vond staða fyrir börn og fjölskyldur þeirra að geta ekki byrjað aðlögun þegar starfsfólk vantar. Flestir leikskólanna eru hins vegar mannaðir. Reykjavík er ekki fullkomin og verk núverandi og fyrrverandi meirihluta má sannarlega gagnrýna. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að varpa ljósi á það sem betur má fara en gagnrýnin má ekki byggja á hliðarveruleika. Vonandi verður umræðan um borgarmál hófstilltari í vetur því það er öllum ljóst að upphrópanir gera lítið fyrir borgarbúa.Höfundur er formaður ferlinefndar og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Upphlaup hafa einkennt borgarmálin frá kosningum og fjallaði ritstjóri Fréttablaðsins nýlega um ábyrgð minnihlutaflokkanna á stöðunni í leiðara sem bar heitið „Úlfur, úlfur“. Þar er með réttu ástandið gagnrýnt, bent á borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi ein Sjálfstæðismanna látin sæta ábyrgð. Sú nálgun varpar ljósi á ósættið sem nú geisar meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Til þess að geta fjallað um innanflokkskróníku Sjálfstæðismanna leggur ritstjórinn lykkju á leið sína og endurtekur kunnuglegt stef frá síðasta kjörtímabili um að allt væri í kalda kolum í Reykjavík. Fjármál í ólestri, hærri og hærri fasteignagjöld, illa mannaðir leikskólar, heimatilbúin húsnæðiskreppa og tekjustofnar hækkaðir með „sjónhverfingum“. Ekkert er fjarri lagi og staðreyndin sú að rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Þannig voru borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar rekin með 28 milljarða hagnaði árið 2017. Þá hafa skuldir farið lækkandi síðustu ár, álagshlutfall fasteignagjalda lækkað á alla og fengu eldri borgarar og öryrkjar sérstakan afslátt. Aldrei í sögu borgarinnar hafa fleiri íbúðir verið í byggingu. Við það bætist félagslega húsnæðisuppbyggingin sem ekkert annað sveitarfélag hefur séð sóma sinn í að taka þátt í. Samanborið við önnur sveitarfélög renna hlutfallslega mestir fjármunir til velferðarmála í Reykjavík. Það er því auðvelt fyrir nágrannasveitarfélögin að hafa útsvarið örlítið lægra þegar þau axla ekki ábyrgð á vanda heimilislausra og félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Í Reykjavík eru 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa en hlutfallið tvær íbúðir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að leikskólamönnun gengur betur en síðustu ár. Það er auðvitað vond staða fyrir börn og fjölskyldur þeirra að geta ekki byrjað aðlögun þegar starfsfólk vantar. Flestir leikskólanna eru hins vegar mannaðir. Reykjavík er ekki fullkomin og verk núverandi og fyrrverandi meirihluta má sannarlega gagnrýna. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að varpa ljósi á það sem betur má fara en gagnrýnin má ekki byggja á hliðarveruleika. Vonandi verður umræðan um borgarmál hófstilltari í vetur því það er öllum ljóst að upphrópanir gera lítið fyrir borgarbúa.Höfundur er formaður ferlinefndar og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun