Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 18:01 Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta.
Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira