Hafna því að þögult verðsamráð eigi sér stað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2018 19:51 Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir. Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir.
Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44