Hafna því að þögult verðsamráð eigi sér stað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2018 19:51 Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir. Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir.
Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44