Hafna því að þögult verðsamráð eigi sér stað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2018 19:51 Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir. Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krónunnar vísar ummælum um að verslunarkeðjan eigi í verðsamráði við Bónus algjörlega á bug. Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunarkeðjunni óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var sagt frá verðlagskönnun ASÍ þar sem kom í ljós að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu verðmun á vörum milli Bónuss og Krónunnar. Verkefnastjóri ASÍ taldi að um þögult samráð væri að ræða. Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur alfarið fyrir að slíkt samráð sé fyrir hendi og fullyrðir að samkeppnin á markaðinum sé virk. Hún segist ekki geta svarað fyrir Bónus um hvers vegna svo lítill munur sé á verði í verslunum keðjanna tveggja. „Verðlagning okkar er út frá okkar innkaupsverði. Við skilum því sem við fáum í bættum kjörum hjá birgjum beint til viðskiptavina,“ segir hún.Segir gengisstyrkingu hafa haldið verðlagi stöðugu Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að lítill verðmunur í könnun ASÍ skýrist af lágri álagningu í þeim vöruflokkum sem ASÍ skoði í sínum könnunum. Bónus sé skilgreint sem markaðasráðandi og því óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði. Verslanir Haga séu þær einu sem sé það óheimilt. Í skriflegu svari til Stöðvar 2 sakar Guðmundur Costco um að stunda undirverðlagningu í stórum stíl. Bónus geti vegna markaðsstöðu sinnar ekki keppt við það. Þá hafnar hann því að gengisstyrking krónunnar hafi ekki skilað sér út í verðlag. Álagning fyrirtækisins hafi verið nánast óbreytt í fleiri ár. Gengisstyrkingin hafi hjálpað til við að halda verðlagi á dagvöru stöðugu frá árinu 2014 þrátt fyrir tugprósenta hækkun launa á sama tíma.Gréta Margrét Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist fagna verðkönnun ASÍ sem sýnir lítinn mun á verði þar og í Krónunni.Vísir/Egill AðalsteinssonEngin ákvörðun um samkeppnisrannsókn Fréttastofa gerði óvísindalega könnun á þremur vörutegundum: Kók Zeró, nýmjólk og Ristaurante-pítsu hjá Krónunni og Bónus. Pítsan var þremur krónum ódýrari hjá Bónus en Krónunni og það sama átti við um nýmjólk. Kók Zero var einni krónu ódýrari í Bónus. Kvörtun vegna mögulegs þöguls samráðs Krónunnar og Bónuss eru ekki til rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins og engar ákvarðanir verið teknar um slíka rannsókn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að stofnunin hafi hins vegar verið með dagvörumarkaðinn til rannsóknar í tengslum við samruna dagvöru- og eldsneytisfyrirtækja. Slík athugun standi enn yfir.
Tengdar fréttir Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. 5. september 2018 18:44