Tvíburasystir Noru Mörk sagði henni frá myndunum: Ég skammaðist mín svo mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 12:30 Nora Mörk. Vísir/Getty Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. Handbolti MeToo Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Handbolti MeToo Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira