Berjumst saman gegn einnota plasti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 5. september 2018 07:00 Allar jógúrtdósirnar sem ég borðaði upp úr sem barn eru sennilega til enn þann dag í dag. Allir grænu sælgætispokarnir. Allar ídýfudósirnar. Um alla jörð safnast upp haugar af plasti. Plastflöskur, plastpokar, plastlok, plaströr, sígarettustubbar, eyrnapinnar – plast og meira plast. Alltof oft endar plastið úti á víðavangi, flýtur niður ár og læki og endar í vötnum og úti í sjó. Milljónir tonna af plasti enda í hafinu á hverju einasta ári, með ófyrirsjánanlegum afleiðingum fyrir lífríki Jarðar. Plast hverfur auk þess ekki eða eyðist heldur brotnar niður í smærri og smærri hluta og verður að endingu að örplasti sem ekki er betra fyrir umhverfið. Þessa plastmengun verðum við að stöðva og það með öllum tiltækum ráðum. Þegar ég varð ráðherra umhverfismála ákvað ég að plastmálin yrðu eitt af mínum forgangsmálum. Á þessu ári hefur ráðuneytið úthlutað verkefnastyrkjum til ýmissa plast- og strandhreinsunarverkefna og fleiri verkefni eru framundan sem verða kynnt nú í september. Ég legg áherslu á að við nálgumst plastmálin heildstætt. Að við setjum sem dæmi niður fyrir okkur hvaða rannsóknir og hvers kyns vöktun sé nauðsynleg, ráðumst í beinar aðgerðir til að draga úr plastnotkun, svo sem með skattlagningu eða banni á ákveðnum gerðum af einnota plasti, og rýnum í það hvernig best sé að stuðla að nýsköpun á vörum sem koma í stað plasts. Starfshópi sem ég kom á laggirnar fyrr á árinu er falið að koma með tillögur er þetta varðar. Þá mun ég í erlendu samstarfi leggja sérstaka áherslu á varnir gegn plastmengun, enda er hún sameiginlegt viðfangsefni okkar allra. Plastlaus september er hafinn. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Ég fagna framtakinu einlæglega og þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið. Tökum öll þátt og notum minna plast í september – og alla hina mánuðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Allar jógúrtdósirnar sem ég borðaði upp úr sem barn eru sennilega til enn þann dag í dag. Allir grænu sælgætispokarnir. Allar ídýfudósirnar. Um alla jörð safnast upp haugar af plasti. Plastflöskur, plastpokar, plastlok, plaströr, sígarettustubbar, eyrnapinnar – plast og meira plast. Alltof oft endar plastið úti á víðavangi, flýtur niður ár og læki og endar í vötnum og úti í sjó. Milljónir tonna af plasti enda í hafinu á hverju einasta ári, með ófyrirsjánanlegum afleiðingum fyrir lífríki Jarðar. Plast hverfur auk þess ekki eða eyðist heldur brotnar niður í smærri og smærri hluta og verður að endingu að örplasti sem ekki er betra fyrir umhverfið. Þessa plastmengun verðum við að stöðva og það með öllum tiltækum ráðum. Þegar ég varð ráðherra umhverfismála ákvað ég að plastmálin yrðu eitt af mínum forgangsmálum. Á þessu ári hefur ráðuneytið úthlutað verkefnastyrkjum til ýmissa plast- og strandhreinsunarverkefna og fleiri verkefni eru framundan sem verða kynnt nú í september. Ég legg áherslu á að við nálgumst plastmálin heildstætt. Að við setjum sem dæmi niður fyrir okkur hvaða rannsóknir og hvers kyns vöktun sé nauðsynleg, ráðumst í beinar aðgerðir til að draga úr plastnotkun, svo sem með skattlagningu eða banni á ákveðnum gerðum af einnota plasti, og rýnum í það hvernig best sé að stuðla að nýsköpun á vörum sem koma í stað plasts. Starfshópi sem ég kom á laggirnar fyrr á árinu er falið að koma með tillögur er þetta varðar. Þá mun ég í erlendu samstarfi leggja sérstaka áherslu á varnir gegn plastmengun, enda er hún sameiginlegt viðfangsefni okkar allra. Plastlaus september er hafinn. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Ég fagna framtakinu einlæglega og þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið. Tökum öll þátt og notum minna plast í september – og alla hina mánuðina.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun