Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2018 18:45 Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum. Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. Landlæknir sendi frá sér úttekt í sumar um aðgengi sjúklinga að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma. Fram kom að bið eftir tíma hjá taugalækni á spítalanum væri í mörgum tilvikum langt utan við þau viðmiðunarmörk sem embættið hefði. Slíkt hefði valdið sjúklingum óþægindum og í sumum tilfellum töf á meðferð. Páll Matthíason forstjóri spítalans segir að brugðist verði við þessum ábendingum með margþættum aðgerðum. „Við erum að auglýsa eftir tveimur taugalæknum til viðbótar og fljótlega verða vinnustofur um eflingu heildstæðrar þjónustu,“ segir Páll. Þá verði húsnæði Landspítalans að Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildir. „Þar verður aðstaða fyrir nýju læknanna og teymi sem við viljum að sinni langvinnum og alvarlegum sjúkdómum í mun meira mæli,“ segir hann. Anna Björnsdóttir taugalæknir sem starfar utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands gagnrýndi stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði brotið á réttindum sjúklinga sinna til greiðsluþátttöku stofnunarinnar. Henni hefur verið tvívegis verið synjað aðild að samningnum þrátt fyrir þá gríðarmiklu þörf sem sé fyrir þjónustu hennar. Páll segir að það tvöfalt kerfi sem hún lýsti hafi lengi verið við lýði en aðgerðirnar muni draga úr heildarkostnaði sjúklinga. „Það hefur lengi verið til staðar tvöfalt kerfi, hvað með þá sjúklinga sem fá niðurgreidda sálfræðitíma á spítalanum og svo þá sem þurfa að greiða fyrir þá út í bæ eða tannlæknaþjónustu?“ spyr hann. „Hvað með muninn á milli þeirra einstaklinga sem leita sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og svo þeirra sem þurfa að koma frá landsbyggðinni og greiða fyrir ferðir og uppihald? Það er tvöfalt kerfi í svo mörgum skilningi. Ég tel stjórnvöld vera að vinna úr því að draga úr þessu tvöfalda kerfi með því að efla göngudeildarþjónustu og opinbera þjónustu jafnframt því að vera að skapa umhverfi og skýra stefnu um hvernig á að fá aðra aðila að borðinu. Þá er verið að draga úr heildarkostnaði sjúklinga sem hefur verið of hár hér á landi. Það er góð leið til að draga úr tvöföldu heilbrigðiskerfi,“ segir Páll að lokum.
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira