Bannon æfur eftir að boð hans á ráðstefnu New Yorker var afturkallað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2018 14:15 Vísir/Getty Stephen Bannon, fyrrverandi hægri hönd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna er æfur eftir að boð hans á ráðstefnu á vegum bandaríska tímaritsins New Yorker var afturkallað. Fjölmargir fyrirlesarar á ráðstefnunni sögðust ætla að hætta við að mæta ef Bannon myndi láta sjá sig. Ráðstefnan er haldin árlega af tímaritinu og þykir nokkur upphefð að fá boð um að halda fyrirlestur eða sitja fyrir svörum á ráðstefnunni. Vakti það mikla athygli þegar tilkynnt var í gær að Bannon yrði einn þeirra sem sitja myndi fyrir svörum á ráðstefnunni. Jim Carrey, Judd Apatow, John Mulaney og Jack Antonoff voru meðal þeirra sem afboðuðu komu sína auk þess sem að starfsmenn blaðsins höfðu gagnrýnt ákvörðun um að bjóða Bannon á hátíðina. Bannon er afar umdeildur en hann var aðalarkítekt kosningabaráttu Trump sem og stefnu Trump fyrstu mánuði hans í embætti áður en Bannon lét af störfum í Hvíta húsinu.If Steve Bannon is at the New Yorker festival I am out. I will not take part in an event that normalizes hate. I hope the @NewYorker will do the right thing and cancel the Steve Bannon event. Maybe they should read their own reporting about his ideology. — Judd Apatow (@JuddApatow) September 3, 2018David Remnick, ritstjóri New Yorker, tilkynnti um að boð Bannon hafi verið afturkallað í tölvupósti til starfsmanna blaðsins þar sem hann sagði að dræm viðbrögð á samfélagsmiðlum sem og á meðal starfsmanna blaðsins hafi spilað stórt hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að afturkalla boðið.Töldu gagnrýnendur að með boðinu fengi Bannon stórt svið til þess að breiða út boðskap sinn en Remnick hafði áður sagt að ekki yrði farið mjúkum höndum um Bannon á ráðstefnunni, hann yrði spurður erfiðra og krefjandi spurninga.Í yfirlýsingu sem Bannon sendi New York Timeseftir að boðið var afturkallað gagnrýndi hann ákvörðun Remnick harkalega og sagði hann ristjórann vera huglausan.„Ástæðan fyrir því að ég samþykkti boðið var einfalt: Ég myndi mæta einum óttalausasta blaðamanni sinnar kynslóðar,“ skrifaði Bannon. „David Remnick sýndi að hann var huglaus er hann stóð frammi fyrir gagnrýni hins öskrandi netmúgs.“ Tengdar fréttir Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07 Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. 11. mars 2018 10:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrverandi hægri hönd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna er æfur eftir að boð hans á ráðstefnu á vegum bandaríska tímaritsins New Yorker var afturkallað. Fjölmargir fyrirlesarar á ráðstefnunni sögðust ætla að hætta við að mæta ef Bannon myndi láta sjá sig. Ráðstefnan er haldin árlega af tímaritinu og þykir nokkur upphefð að fá boð um að halda fyrirlestur eða sitja fyrir svörum á ráðstefnunni. Vakti það mikla athygli þegar tilkynnt var í gær að Bannon yrði einn þeirra sem sitja myndi fyrir svörum á ráðstefnunni. Jim Carrey, Judd Apatow, John Mulaney og Jack Antonoff voru meðal þeirra sem afboðuðu komu sína auk þess sem að starfsmenn blaðsins höfðu gagnrýnt ákvörðun um að bjóða Bannon á hátíðina. Bannon er afar umdeildur en hann var aðalarkítekt kosningabaráttu Trump sem og stefnu Trump fyrstu mánuði hans í embætti áður en Bannon lét af störfum í Hvíta húsinu.If Steve Bannon is at the New Yorker festival I am out. I will not take part in an event that normalizes hate. I hope the @NewYorker will do the right thing and cancel the Steve Bannon event. Maybe they should read their own reporting about his ideology. — Judd Apatow (@JuddApatow) September 3, 2018David Remnick, ritstjóri New Yorker, tilkynnti um að boð Bannon hafi verið afturkallað í tölvupósti til starfsmanna blaðsins þar sem hann sagði að dræm viðbrögð á samfélagsmiðlum sem og á meðal starfsmanna blaðsins hafi spilað stórt hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að afturkalla boðið.Töldu gagnrýnendur að með boðinu fengi Bannon stórt svið til þess að breiða út boðskap sinn en Remnick hafði áður sagt að ekki yrði farið mjúkum höndum um Bannon á ráðstefnunni, hann yrði spurður erfiðra og krefjandi spurninga.Í yfirlýsingu sem Bannon sendi New York Timeseftir að boðið var afturkallað gagnrýndi hann ákvörðun Remnick harkalega og sagði hann ristjórann vera huglausan.„Ástæðan fyrir því að ég samþykkti boðið var einfalt: Ég myndi mæta einum óttalausasta blaðamanni sinnar kynslóðar,“ skrifaði Bannon. „David Remnick sýndi að hann var huglaus er hann stóð frammi fyrir gagnrýni hins öskrandi netmúgs.“
Tengdar fréttir Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07 Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. 11. mars 2018 10:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bannon yfirheyrður af teymi Mueller Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga. 16. febrúar 2018 08:07
Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42
Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. 11. mars 2018 10:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila