Löglausar mjólkurhækkanir? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. september 2018 07:00 Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í 8. gr. búvörulaga (l.nr. 99/1993) er sagt fyrir um hvernig staðið skuli að því að ákvarða verð á mjólk og mjólkurvörum. Þar segir: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum.“ Nefndarmenn sem sátu í verðlagsnefnd búvara undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur (seinnihluta árs 2017 til miðs árs 2018) veittu því eftirtekt að fyrri verðlagsnefndir höfðu virt þessi ákvæði laganna að vettugi. Þrátt fyrir skýr ákvæði um að verðlagsgrundvöllur endurspegli „hagkvæma framleiðsluhætti“ á hverjum tíma hafði verðlagsgrundvöllur kúabús verið óbreyttur frá því um árið 2000 og jafnvel fyrr. Á sama tíma hefur nyt kúa stóraukist, vinnufyrirkomulag í fjósum gjörbreyst, mjaltaþjarkar komið til sögunnar o.s.frv. Undirritaður sem sat í nefndinni á formannstíma Kristrúnar lýsti þeirri skoðun sinni á nefndarfundum að framkvæmd fyrri nefnda stríddi bæði gegn anda og bókstaf búvörulaganna. Formaður verðlagsnefndarinnar setti í gang vinnu við að reikna nýjan verðlagsgrundvöll. Þrátt fyrir eftirrekstur formanns gekk sú vinna afar hægt. Þó bárust þau boð til nefndarmanna undir lok mars 2018 að farið væri að hilla undir að nýr verðlagsgrundvöllur liti dagsins ljós. Undirritaður benti enn og aftur á að nefndin gæti ekki tekið ákvarðanir um verðbreytingar með löglegum hætti fyrr en nýr verðlagsgrundvöllur væri tilbúinn. Jafnframt benti undirritaður á að nefndin hefði allsendis ónægar upplýsingar til að ákvarða heildsöluverð mjólkur, skyrs og smjörs. Fulltrúar afurðastöðva tók mjög illa tillögum um að upplýsinga yrði aflað erlendis frá um framleiðslukostnað einstakra afurða. Í lok júní 2018 var ný verðlagsnefnd með nýjum formanni og nýjum fulltrúum landbúnaðar- og neytendamálaráðherra skipuð. Seint í ágúst 2018 samþykkti hin nýja verðlagsnefnd búvara að hækka verð á hrámjólk til bænda um 3,52% og heildsöluverð frá Mjólkursamsölunni um 5,3%. Þar af skyldi smjör hækka um 15%. Verðlagsnefndin birtir ekki neinn rökstuðning samhliða ákvörðun sinni. En ráða má að nefndin hafi metið „hækkunarþörf“ með hliðsjón af hinum löngu úrelta verðlagsgrundvelli kúabús en endurnýjuðu verðlagslíkani mjólkurvinnslunnar! Hvernig sú ákvörðun er tilkomin að hækka smjör um 15% er algjörlega órökstutt, en líklega hefur Mjólkursamsalan haft frumkvæði að þeirri gjörð. Kannski kom hið nýja kostnaðarlíkan mjólkurvinnslunnar þaðan í pósti til ráðuneytisins, hver veit. Miðað við þær upplýsingar sem ég hafði í lok mars 2018 tel ég líklegt að uppfærður verðlagsgrundvöllur kúabús liggi þegar fyrir í ráðuneytinu. Ágiskanir mínar um það hvers vegna hann er ekki notaður við síðustu ákvörðun eru jafn góðar og ágiskanir þínar, lesandi góður. En hver svo sem ástæðan er tel ég að síðasta ákvörðun verðlagsnefndar búvara sé á skjön við búvörulögin, anda þeirra og bókstaf. Ég vil hér með hvetja Umboðsmann Alþingis til að taka málið til skoðunar því lögleysa í skjóli ráðuneytisvalds er verri en önnur lögleysa.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun