Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 16:26 Jaroslaw Kaczynski tók við stjórnartaumunum í PiS eftir að tvíburabróðir hans Lech lést í flugslysi árið 2010. Vísir/AP Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. AP greinir frá.Stirð samskipti við Evrópusambandið Þingið var haldið vegna komandi þingkosninga í Póllandi sem fram fara 21. október. Flokkurinn sem hefur átt meirihluta í báðum deildum pólska þingsins á kjörtímabilinu hefur verið gagnrýninn á Evrópusambandið og hafa stefnur hans skarast á við stefnur ESB. Hæst ber að nefna deilur ríkisstjórnarinnar í kjölfar endurskipulagningu hennar á pólska dómskerfinu. Evrópudómstóllinn rannsakar nú aðgerðir PiS sem eru sagðar ógna sjálfstæði dómstóla. Ríkisstjórnin undir stjórn Mateusz Morawiecki neitar sök og hefur gefið til kynna að hún muni hunsa fyrirmæli Evrópudómstólsins.Evrópusambandið mikilvægt lífsgæðum Pólverja En þrátt fyrir stirð samskipti milli ESB og Póllands og orðróma um að Pólland muni, líkt og Bretar kusu að gera árið 2016, ganga úr ESB talaði Kaczynski vel um sambandi og sagði það mikilvægt Póllandi. „Pólverjar vilja vera í ESB því það er fljótlegasta leiðin til að auka lífsgæði í landinu. Markmið flokksins er að eftir um 15-20 muni Pólverjar segja að í Póllandi sé lífið eins og lífið í löndunum vestan megin við landamærin, að öllu leyti.“ PiS, sem er hægt að þýða sem Lög og Réttlæti, hefur verið stærsti flokkurinn og er talið að aukin félagsleg útgjöld og aðgerðir til að koma í veg fyrir fátækt, spillingu og óþarfa útgjöld ríkisins eigi mikinn þátt í vinsældum flokksins. Evrópusambandið Pólland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. AP greinir frá.Stirð samskipti við Evrópusambandið Þingið var haldið vegna komandi þingkosninga í Póllandi sem fram fara 21. október. Flokkurinn sem hefur átt meirihluta í báðum deildum pólska þingsins á kjörtímabilinu hefur verið gagnrýninn á Evrópusambandið og hafa stefnur hans skarast á við stefnur ESB. Hæst ber að nefna deilur ríkisstjórnarinnar í kjölfar endurskipulagningu hennar á pólska dómskerfinu. Evrópudómstóllinn rannsakar nú aðgerðir PiS sem eru sagðar ógna sjálfstæði dómstóla. Ríkisstjórnin undir stjórn Mateusz Morawiecki neitar sök og hefur gefið til kynna að hún muni hunsa fyrirmæli Evrópudómstólsins.Evrópusambandið mikilvægt lífsgæðum Pólverja En þrátt fyrir stirð samskipti milli ESB og Póllands og orðróma um að Pólland muni, líkt og Bretar kusu að gera árið 2016, ganga úr ESB talaði Kaczynski vel um sambandi og sagði það mikilvægt Póllandi. „Pólverjar vilja vera í ESB því það er fljótlegasta leiðin til að auka lífsgæði í landinu. Markmið flokksins er að eftir um 15-20 muni Pólverjar segja að í Póllandi sé lífið eins og lífið í löndunum vestan megin við landamærin, að öllu leyti.“ PiS, sem er hægt að þýða sem Lög og Réttlæti, hefur verið stærsti flokkurinn og er talið að aukin félagsleg útgjöld og aðgerðir til að koma í veg fyrir fátækt, spillingu og óþarfa útgjöld ríkisins eigi mikinn þátt í vinsældum flokksins.
Evrópusambandið Pólland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira