Árásin á Shooters: Tveggja manna leitað til viðbótar og einum sleppt úr haldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 11:55 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16