Framtíðin óráðin hjá Þresti Leó: „Þetta setur allt úr skorðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2018 15:30 Þröstur Leó verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við. Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Stórleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson er hættur að leika og kominn í tímabundið starf sem kokkur í miðborginni. Hann sagði upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu á dögunum eftir að hafa glímt við ofsakvíða undanfarin þrjú ár í kjölfar sjóslyss sumarið 2015. Sjá einnig: Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Einn lést þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk úti fyrir Aðalvík 7. júlí 2015, en Þresti Leó og tveimur félögum hans var bjargað um borð í bátinn Mardísi frá Súðavík. Þótti Þröstur hafa unnið þrekvirki þegar hann komst upp á kjöl og dró tvo félaga sína upp. Sjá einnig: Þröstur Leó maður ársins Atvikið hefur hins vegar skiljanlega setið í honum alla tíð síðan, en fljótlega eftir slysið byrjaði Þröstur að fá kvíðaköst – þó hann áttaði sig í fyrstu ekki á því að um kvíða væri að ræða. Hann hafði heyrt um kvíða hjá fólki í kringum sig, en lítið því fyrir sér þar til hann fékk að reyna hann á eigin skinni. Þetta hafi sérstaklega tekið á í störfum á leiksviðinu, sem taki nógu mikið á taugarnar fyrir. „Þegar ég vakna um morguninn og veit að ég á að fara að sýna um kvöldið þá byrjar maður strax bara, úff, ég verð að komast í gegnum þetta,“ segir Þröstur Leó. Gleymdi textum og hélt sér í leikmyndina Eftir sýningar tók við léttir í stutta stund, en svo magnaðist nánast strax upp kvíði fyrir næstu sýningu. Hann segir að steininn hafi tekið úr þegar hann fór að gleyma textum, þurfti að halda sér í sviðsmyndina til að riða ekki til falls og var í eitt skiptið sóttur á sjúkrabíl í leikhúsið – þegar hann gat hvorki tjáð sig né hreyft vegna kvíða. Eftir að hafa harkað af sér í næstum þrjú ár áttaði hann sig á því að kominn væri tími á pásu. Var ánægjan sem þú fékkst út úr starfinu farin?„Hún var alveg farin, þetta var bara stress og hræðsla.“ Þröstur var gestakokkur á veitingastað hótelsins Hlemmur Square í miðborginni í vor og ákvað að slá til og taka það aftur að sér í haust eftir þrálátar óskir hótelstjórans, en hann verður einn í eldhúsinu í fjórar vikur. Að því búnu er óvíst hvað tekur við.
Tengdar fréttir Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00 Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00 Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur. 4. júní 2018 14:00
Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. 22. ágúst 2015 09:00
Segir alla tækni og búnað geta brugðist Hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer fram sérstök athugun á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta um borð í skipum og bátum. Slíkur búnaður brást í mannskæðu sjóslysi í byrjun júlí. 2. september 2015 07:00
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“