Memphis: Stóð ekki undir væntingum hjá United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2018 08:30 Memphis líður vel í Lyon. vísir/getty Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira