Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans grunuð um fjölda nauðgana Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2018 23:42 Grant William Robicheaux og Cerissa Riley. Vísir/EPA Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans eru grunuð um fjölda nauðgana en saksóknarar segja þau hafa notað stöðu sína í samfélaginu til að blekkja fórnarlömb sín. Skurðlæknirinn er hinn 38 ára gamli Grant William Robicheaux en kærasta hans er hin 31 árs gamla Cerissa Riley. Þau hafa verið ákærð fyrir að nauðga tveimur konum sem þau komust í kynni við á bar og veitingastað árið 2016.Saksóknarar sögðu í samtali við fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að þúsundir myndbanda hefðu fundist á símum þeirra sem væru mögulega af fórnarlömbum þeirra. Vinna yfirvöld að því að bera kennsl á allar þær konur sem sjást á þessum myndböndum. „Við trúum því að parið hafi notað fagurt útlit sitt og persónutöfra til að fella varnir fórnarlamba,“ sagði Tony Rackauckas, saksóknari í Orange-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi fyrr í dag. Saksóknarinn bætti við að á nokkrum myndböndunum væri bersýnilegt að konunum hefði verið byrlað ólyfjan því þær virtust meðvitundarlausar. „Miðað við þau sönnunargögn sem við höfum undir höndum þá gætu fórnarlömbin verið mun fleiri en okkur grunaði,“ sagði saksóknarinn. Grant William starfaði sem bæklunarskurðlæknir nærri borginni Los Angeles. Saksóknarar halda því fram að Grant William og Cerissa hafi nálgast konur á bar, byrlað þeim ólyfjan eða þvingað þær til að drekka mikið magn af áfengi, áður en þau fóru með konurnar aftur í íbúð Grant William þar sem brotið var á þeim. Yfirvöld segja parið hafa sótt tónlistar- og listahátíðir á borð við Burning Man í Nevada og The Splash House Festival í Palm Springs. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 30 til 40 ára fangelsisvist. Saksóknarinn sagði að fólk þekkti orðatiltækið um úlfinn undir sauðargæru og það ætti svo sannarlega við í þessu máli. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans eru grunuð um fjölda nauðgana en saksóknarar segja þau hafa notað stöðu sína í samfélaginu til að blekkja fórnarlömb sín. Skurðlæknirinn er hinn 38 ára gamli Grant William Robicheaux en kærasta hans er hin 31 árs gamla Cerissa Riley. Þau hafa verið ákærð fyrir að nauðga tveimur konum sem þau komust í kynni við á bar og veitingastað árið 2016.Saksóknarar sögðu í samtali við fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að þúsundir myndbanda hefðu fundist á símum þeirra sem væru mögulega af fórnarlömbum þeirra. Vinna yfirvöld að því að bera kennsl á allar þær konur sem sjást á þessum myndböndum. „Við trúum því að parið hafi notað fagurt útlit sitt og persónutöfra til að fella varnir fórnarlamba,“ sagði Tony Rackauckas, saksóknari í Orange-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi fyrr í dag. Saksóknarinn bætti við að á nokkrum myndböndunum væri bersýnilegt að konunum hefði verið byrlað ólyfjan því þær virtust meðvitundarlausar. „Miðað við þau sönnunargögn sem við höfum undir höndum þá gætu fórnarlömbin verið mun fleiri en okkur grunaði,“ sagði saksóknarinn. Grant William starfaði sem bæklunarskurðlæknir nærri borginni Los Angeles. Saksóknarar halda því fram að Grant William og Cerissa hafi nálgast konur á bar, byrlað þeim ólyfjan eða þvingað þær til að drekka mikið magn af áfengi, áður en þau fóru með konurnar aftur í íbúð Grant William þar sem brotið var á þeim. Yfirvöld segja parið hafa sótt tónlistar- og listahátíðir á borð við Burning Man í Nevada og The Splash House Festival í Palm Springs. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 30 til 40 ára fangelsisvist. Saksóknarinn sagði að fólk þekkti orðatiltækið um úlfinn undir sauðargæru og það ætti svo sannarlega við í þessu máli.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira