Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 12:13 Beiðni Ölmu um aðild að rammasamningi SÍ og sérfræðilækna var hafnað í september í fyrra. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent