Viðskipti innlent

Ferðamenn tryggðu ekki bakarísreksturinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Flúðum.
Frá Flúðum. Vísir/Vilhelm
Kaffihúsinu og bakaríinu Sindri Bakari á Flúðum hefur verið skellt í lás. Eigendur bakarísins, þau Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir, segjast í færslu á Facebook ekki sjá rekstrargrundvöll lengur fyrir starfsemi bakarísins - sem þau opnuðu fyrir rúmur tveimur árum síðan í bílskúrnum sínum.

„Það er harður rekstur að þurfa að treysta á ferðamenn og þar af leiðandi veður og vinda til að hlutirnir rati í réttan farveg,“ skrifa þau í færslunni, sem sjá má hér að neðan. Þau þakka fyrir sig og segjast hafa kynnst mikið af góðu fólki frá því að þau hófu reksturinn.

Þau segja að „allt hafi sinn tíma“ og að þau hafi í hyggju að róa á önnur mið. Þau vona að einhver sjái tæki­færi í að taka við rekstr­in­um og snúa hon­um í rétta átt - „því tæki­fær­in eru mörg og góð í fal­leg­ustu sveit lands­ins, Hruna­manna­hreppi.“

Færslu þeirra má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×