Meistaradeildin hefst í kvöld með nýjum leiktímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 12:30 Sergio Ramos togar niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum síðasta vor. Vísir/Getty Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira