Bjarni ætlar ekki að tjá sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2018 12:23 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51