Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2018 15:04 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018 Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018
Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18