Orban sakar ESB um að ætla að senda málaliða til Ungverjalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:04 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Vísir/AP Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði. Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði.
Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira