Del Piero: Enginn þjálfari mikilvægari en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2018 17:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Juventus goðsögn segir að áhrifin frá Cristiano Ronaldo á Juventus liðið séu mun meiri en frá nokkrum þjálfara og líkur honum við LeBron James í NBA. Cristiano Ronaldo er þekktur fyrir að geta útslagið inn á vellinum með snilli sinni og markaskorun en áhrifin eru meiri en inn á vellinum. Alessandro Del Piero er ein af stærstu hetjunum í sögu Juventus en hann vinnur nú sem fótboltaspekingur hjá Sky Sport Italia. Del Piero hefur tjáð sig um komu Cristiano Ronaldo til hans gamla félags.Would Cristiano Ronaldo make a good coach? pic.twitter.com/KNFkesP2iD — ESPN FC (@ESPNFC) September 13, 2018 „Að mínu meti er enginn þjálfari mikilvægari en CR7. Hann er magnaður sigurvegari og hefur hugarfar sem aðeins íþróttafólk í sérflokki býr yfir,“ sagði Alessandro Del Piero í viðtali við Gazzetta dello Sport. Alessandro Del Piero líkir Cristiano Ronaldo við NBA-körfuboltamanninn LeBron James. James hefur breytt örlögum liða í NBA með því að yfirgefa þau eða koma til þeirra. Enn eitt dæmið um það verður koma hans til Los Angeles Lakers í sumar. En hversu gott er lið Juventus með Cristiano Ronaldo. „Þetta lið í dag er án vafa eitt það allra besta í Evrópu. Það eru fleiri um hituna en þetta Juventus lið á skilið að ná mjög langt,“ sagði Del Piero. Það kom Del Piero á óvært þegar Juventus tókst að fá Cristiano Ronaldo til sín í sumar. „Ég trúði því ekki þegar ég heyrði þetta fyrst. Ég hélt að þetta væri gabb,“ sagði Alessandro Del Piero. Hvernig lítur tímabilið í Meisataradeildinni út að mati Alessandro Del Piero? „Real Madrid hefur unnið þrjá titla í röð og er ennþá sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir að hafa misst Ronaldo. Í anarri röð eru lið eins og Juve, Manchester City og PSG. Í þriðju röðinni koma svo Barcelona, Bayern og Liverpool,“ segir Del Piero en er Juve liðið í dag eitt það besta hjá félaginu í sögunni. „Það er erfitt að bera saman fótboltalið frá mismunandi tíma en ég tel samt ekki að þetta lið sé búið að ná Lippi-liði Juventus. Við komust þá í fjóra úrslitaleiki í Evrópukeppni á fjórum árum. Ég er ennþá svekktur yfir því að hafa aðeins unnið einn þeirra,“ sagði Del Piero. Fyrir þá sem skilja ítölsku má sjá viðtalið við Alessandro Del Piero hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Juventus goðsögn segir að áhrifin frá Cristiano Ronaldo á Juventus liðið séu mun meiri en frá nokkrum þjálfara og líkur honum við LeBron James í NBA. Cristiano Ronaldo er þekktur fyrir að geta útslagið inn á vellinum með snilli sinni og markaskorun en áhrifin eru meiri en inn á vellinum. Alessandro Del Piero er ein af stærstu hetjunum í sögu Juventus en hann vinnur nú sem fótboltaspekingur hjá Sky Sport Italia. Del Piero hefur tjáð sig um komu Cristiano Ronaldo til hans gamla félags.Would Cristiano Ronaldo make a good coach? pic.twitter.com/KNFkesP2iD — ESPN FC (@ESPNFC) September 13, 2018 „Að mínu meti er enginn þjálfari mikilvægari en CR7. Hann er magnaður sigurvegari og hefur hugarfar sem aðeins íþróttafólk í sérflokki býr yfir,“ sagði Alessandro Del Piero í viðtali við Gazzetta dello Sport. Alessandro Del Piero líkir Cristiano Ronaldo við NBA-körfuboltamanninn LeBron James. James hefur breytt örlögum liða í NBA með því að yfirgefa þau eða koma til þeirra. Enn eitt dæmið um það verður koma hans til Los Angeles Lakers í sumar. En hversu gott er lið Juventus með Cristiano Ronaldo. „Þetta lið í dag er án vafa eitt það allra besta í Evrópu. Það eru fleiri um hituna en þetta Juventus lið á skilið að ná mjög langt,“ sagði Del Piero. Það kom Del Piero á óvært þegar Juventus tókst að fá Cristiano Ronaldo til sín í sumar. „Ég trúði því ekki þegar ég heyrði þetta fyrst. Ég hélt að þetta væri gabb,“ sagði Alessandro Del Piero. Hvernig lítur tímabilið í Meisataradeildinni út að mati Alessandro Del Piero? „Real Madrid hefur unnið þrjá titla í röð og er ennþá sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir að hafa misst Ronaldo. Í anarri röð eru lið eins og Juve, Manchester City og PSG. Í þriðju röðinni koma svo Barcelona, Bayern og Liverpool,“ segir Del Piero en er Juve liðið í dag eitt það besta hjá félaginu í sögunni. „Það er erfitt að bera saman fótboltalið frá mismunandi tíma en ég tel samt ekki að þetta lið sé búið að ná Lippi-liði Juventus. Við komust þá í fjóra úrslitaleiki í Evrópukeppni á fjórum árum. Ég er ennþá svekktur yfir því að hafa aðeins unnið einn þeirra,“ sagði Del Piero. Fyrir þá sem skilja ítölsku má sjá viðtalið við Alessandro Del Piero hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira