Fyrsti karlmaðurinn á forsíðunni: "Truflar mig þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 09:15 Rúrik Gíslason var gestur í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í sumar. Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, er í ítarlegu viðtali við tímaritið Glamour sem kom út í dag. Hann fékk gríðarlega athygli eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu á HM í sumar og endaði eftir mótið með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram. Rúrik er fyrsti karlmaðurinn sem er á forsíðu á íslensku útgáfunni af Glamour. „Þetta var mjög sérstakt allt saman og virtist engan enda ætla að taka. Ég hef samt tekið þessu með stóískri ró en auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann í samtali við Glamour.Ætti að nýta þetta tækifæri Í dag getur Rúrik í raun rukkað töluverðar upphæðir fyrir það eitt að birta myndir í samstarfi við fyrirtæki og gert samninga við stórfyrirtæki. Hann er einn fárra Íslendinga með fleiri en eina milljón fylgjenda.Rúrik Gíslason er komin aftur í íslenska landsliðið.vísir/getty„Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég ætti að nýta mér þennan fylgjendafjölda og þessa athygli á einhvern hátt en ég vil gera það á mínum eigin forsendum. Ég vil ekki gera þetta því einhverjir aðrir sjá tækifæri til að græða peninga á þessu. Ég vil vekja athygli á góðgerðarsamtökum og einhverju sem skiptir máli. Ekki bara stökkva á öll tilboð því þá væri ég fljótt búinn að missa tökin á þessu. Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman.“ Það voru sérstaklega konur frá Suður-Ameríku sem kunnu að meta íslenska leikmanninn eftir að hann sást á skjánum í leiknum gegn Argentínu og grínaðst Rúrik með það hvort Glamour sé ekki að selja blaðið út til Suður-Ameríku. Hann fær ótal mörg skilaboð frá konum um allan heim á hverjum degi.Bara eitthvert kjaftæði „Þetta truflar mig ekkert. Ég hef val um hvort ég opna þetta eða ekki, og kannski er ég bara orðinn svona vanur þessu eða eitthvað. Þetta allavega truflar mig mjög lítið. Það truflar mig meira þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar og það er nóg af því. Fólk heldur að það þekki mig því það heyrði einhverja sögu um mig, sem er svo bara eitthvert kjaftæði. Eða þegar einhver er að þykjast vera ég. Það truflaði mig mjög mikið.“ Rúrik birti sjálfur mynd af forsíðu Glamour á Instagram-reikningi sínum í gær og þegar þessi frétt er skrifuð hefur hann fengið um 120.000 læk. View this post on InstagramOn the cover of @glamouriceland which comes out tomorrow. I've probably never opened up as much in an interview as I did this time. Hope you like it. A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Sep 12, 2018 at 2:25pm PDT Tengdar fréttir Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30 Foreldrar Rúriks tóku lán til að hjálpa honum í atvinnumennskunni Landsliðsmaðurinn fékk ekki stóran samning hjá Charlton. 13. september 2018 08:00 Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit. 12. júlí 2018 15:00 Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Álfrún Pálsdóttir ritstýrir síðasta blaðinu sínu sem ritstjóri Glamour sem kemur út í dag. 13. september 2018 06:30 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Sandhausen í Þýskalandi, er í ítarlegu viðtali við tímaritið Glamour sem kom út í dag. Hann fékk gríðarlega athygli eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu á HM í sumar og endaði eftir mótið með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram. Rúrik er fyrsti karlmaðurinn sem er á forsíðu á íslensku útgáfunni af Glamour. „Þetta var mjög sérstakt allt saman og virtist engan enda ætla að taka. Ég hef samt tekið þessu með stóískri ró en auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann í samtali við Glamour.Ætti að nýta þetta tækifæri Í dag getur Rúrik í raun rukkað töluverðar upphæðir fyrir það eitt að birta myndir í samstarfi við fyrirtæki og gert samninga við stórfyrirtæki. Hann er einn fárra Íslendinga með fleiri en eina milljón fylgjenda.Rúrik Gíslason er komin aftur í íslenska landsliðið.vísir/getty„Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég ætti að nýta mér þennan fylgjendafjölda og þessa athygli á einhvern hátt en ég vil gera það á mínum eigin forsendum. Ég vil ekki gera þetta því einhverjir aðrir sjá tækifæri til að græða peninga á þessu. Ég vil vekja athygli á góðgerðarsamtökum og einhverju sem skiptir máli. Ekki bara stökkva á öll tilboð því þá væri ég fljótt búinn að missa tökin á þessu. Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman.“ Það voru sérstaklega konur frá Suður-Ameríku sem kunnu að meta íslenska leikmanninn eftir að hann sást á skjánum í leiknum gegn Argentínu og grínaðst Rúrik með það hvort Glamour sé ekki að selja blaðið út til Suður-Ameríku. Hann fær ótal mörg skilaboð frá konum um allan heim á hverjum degi.Bara eitthvert kjaftæði „Þetta truflar mig ekkert. Ég hef val um hvort ég opna þetta eða ekki, og kannski er ég bara orðinn svona vanur þessu eða eitthvað. Þetta allavega truflar mig mjög lítið. Það truflar mig meira þegar ég heyri sögur um mig sem eru ekki sannar og það er nóg af því. Fólk heldur að það þekki mig því það heyrði einhverja sögu um mig, sem er svo bara eitthvert kjaftæði. Eða þegar einhver er að þykjast vera ég. Það truflaði mig mjög mikið.“ Rúrik birti sjálfur mynd af forsíðu Glamour á Instagram-reikningi sínum í gær og þegar þessi frétt er skrifuð hefur hann fengið um 120.000 læk. View this post on InstagramOn the cover of @glamouriceland which comes out tomorrow. I've probably never opened up as much in an interview as I did this time. Hope you like it. A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Sep 12, 2018 at 2:25pm PDT
Tengdar fréttir Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30 Foreldrar Rúriks tóku lán til að hjálpa honum í atvinnumennskunni Landsliðsmaðurinn fékk ekki stóran samning hjá Charlton. 13. september 2018 08:00 Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit. 12. júlí 2018 15:00 Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Álfrún Pálsdóttir ritstýrir síðasta blaðinu sínu sem ritstjóri Glamour sem kemur út í dag. 13. september 2018 06:30 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30
Foreldrar Rúriks tóku lán til að hjálpa honum í atvinnumennskunni Landsliðsmaðurinn fékk ekki stóran samning hjá Charlton. 13. september 2018 08:00
Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit. 12. júlí 2018 15:00
Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Álfrún Pálsdóttir ritstýrir síðasta blaðinu sínu sem ritstjóri Glamour sem kemur út í dag. 13. september 2018 06:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“