Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:00 Vonast er til að framtíð verslunarrýmisins á Hallveigarstíg verður opinberuð fyrir miðjan nóvember. ja.is Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins. Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins.
Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30