Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 13:05 Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 Vísir/Vilhelm Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“ Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18