Forseti Líberíu spilaði með landsliðinu 51 árs gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 08:00 George Weah, forseti Líberíu og fyrirliði fótboltalandsliðs þjóðarinna í gær. Vísir/Getty George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt. Fótbolti Líbería Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt.
Fótbolti Líbería Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira