Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:59 Rúnar Már spilaði á hægri kantinum í dag Vísir/vilhelm Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira