Jónatan segir skilið við Hópferðabíla Jónatans Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 11:15 Jónatan Þórisson við eina af rútum fyrirtækisins. Aðsend Eftir að hafa staðið vaktina í næstum 60 ár hefur Jónatan Þórisson ákveðið að setjast í helgan stein. Þrátt fyrir að búið sé að selja Hópferðabíla Jónatans ehf. ætti vegfarendum ekki að láta sér bregða ef þeir sjá rútur fyrirtækisins á vegum úti. Nýir eigendur hafa í hyggju að aka fjórum rútum áfram undir merkjum Hópferðabíla Jónatans, enda landsþekkt vörumerki eftir áratuga akstur á þjóðvegum landsins. Í samtali við Vísi segir Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tengdasonur Jónatans Þórissonar, að þeir hafi metið það sem svo að nú væri rétti tíminn til að selja fyrirtækið. Jónatan hafi ákveðið að fara á eftirlaun, enda kominn á níræðisaldur. Kaupandinn er mosfellska verktakafyrirtækið Fagverk og hyggst það gera áfram út fjórar rútur Jónatans. Rúturnar í eigu fyrirtækisins voru alls 10 talsins, búið er að selja þrjár þeirra og segir Kristján að viðræður standi yfir varðandi framtíð hinna þriggja. Fagverk hefur ekki áður sinnt fólksflutningum en hyggst nú færa út kvíarnar. Til þess að auðvelda fyrirtækinu að fóta sig á nýjum vettvangi mun Kristján starfa hjá Fagverki til áramóta. „Síðan verðum við bara að sjá hvernig það þróast,“ segir Kristján. „Maður þarf auðvitað að koma nýjum eiganda inn í viðskiptasambönd og annað slíkt - og hvernig þetta gengur fyrir sig,“ útskýrir Kristján og bætir við að það sé því ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Fagverki eitthvað lengur. Fyrirtækið mun aka rútunum fjórum undir merkjum Jónatans, þrátt fyrir að Jónatan sé ekki lengur í brúnni. „Þetta er í rauninni alveg verðmætt vörumerki,“ segir Kristján, enda hafi það verið í rekstri frá árinu 1964. Eitt elsta rútufyrirtæki landsins stendur því óneitanlega á tímamótum. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Eftir að hafa staðið vaktina í næstum 60 ár hefur Jónatan Þórisson ákveðið að setjast í helgan stein. Þrátt fyrir að búið sé að selja Hópferðabíla Jónatans ehf. ætti vegfarendum ekki að láta sér bregða ef þeir sjá rútur fyrirtækisins á vegum úti. Nýir eigendur hafa í hyggju að aka fjórum rútum áfram undir merkjum Hópferðabíla Jónatans, enda landsþekkt vörumerki eftir áratuga akstur á þjóðvegum landsins. Í samtali við Vísi segir Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tengdasonur Jónatans Þórissonar, að þeir hafi metið það sem svo að nú væri rétti tíminn til að selja fyrirtækið. Jónatan hafi ákveðið að fara á eftirlaun, enda kominn á níræðisaldur. Kaupandinn er mosfellska verktakafyrirtækið Fagverk og hyggst það gera áfram út fjórar rútur Jónatans. Rúturnar í eigu fyrirtækisins voru alls 10 talsins, búið er að selja þrjár þeirra og segir Kristján að viðræður standi yfir varðandi framtíð hinna þriggja. Fagverk hefur ekki áður sinnt fólksflutningum en hyggst nú færa út kvíarnar. Til þess að auðvelda fyrirtækinu að fóta sig á nýjum vettvangi mun Kristján starfa hjá Fagverki til áramóta. „Síðan verðum við bara að sjá hvernig það þróast,“ segir Kristján. „Maður þarf auðvitað að koma nýjum eiganda inn í viðskiptasambönd og annað slíkt - og hvernig þetta gengur fyrir sig,“ útskýrir Kristján og bætir við að það sé því ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Fagverki eitthvað lengur. Fyrirtækið mun aka rútunum fjórum undir merkjum Jónatans, þrátt fyrir að Jónatan sé ekki lengur í brúnni. „Þetta er í rauninni alveg verðmætt vörumerki,“ segir Kristján, enda hafi það verið í rekstri frá árinu 1964. Eitt elsta rútufyrirtæki landsins stendur því óneitanlega á tímamótum.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira