Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 07:00 Gervitunglamynd af Florence. Flórída sést uppi til vinstri. Vísir/AP Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög. Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög.
Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira