Guðlaugur lagði áherslu á verndun hafsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 09:56 Guðlaugur ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. UN Photos Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér. Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér.
Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira