Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2018 12:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. fréttablaðið/anton brink Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ hafa mátt þola vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. Í yfirlýsingu forsætisráðherra, sem send er út vegna vegna nýfallins sýknudóms Hæstaréttar Íslands í málum allra dómfelldu í endurupptökumáli í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að dómurinn hafi verið ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Ríkisstjórnin fagnar málalyktum í einu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar,“ segir í yfirlýsingunnni. „Ég beini orðum mínum til fyrrum sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola,“ segir þar ennfremur og er yfirlýsingin undirrituðu af Katrínu Jakobsdóttur. Á fundi ríkisstjórnarinnar var jafnframt samþykkt að skipaður yrði starfshópur fulltrúa forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og dómsmálaráðuneytis er fái það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. 27. september 2018 16:27 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Erla enn með ábyrgðina á herðum sér Erla Bolladóttir á enn eftir að fá mannorð sitt hreinsað. Tilfinningarnar eru blendnar eftir sýknudóm í gær. Hún vonast enn til að Hæstiréttur gangi lengra, lýsi sakleysi þeirra yfir og gangist við því sem gerðist. 28. september 2018 06:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ hafa mátt þola vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. Í yfirlýsingu forsætisráðherra, sem send er út vegna vegna nýfallins sýknudóms Hæstaréttar Íslands í málum allra dómfelldu í endurupptökumáli í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að dómurinn hafi verið ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Ríkisstjórnin fagnar málalyktum í einu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar,“ segir í yfirlýsingunnni. „Ég beini orðum mínum til fyrrum sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola,“ segir þar ennfremur og er yfirlýsingin undirrituðu af Katrínu Jakobsdóttur. Á fundi ríkisstjórnarinnar var jafnframt samþykkt að skipaður yrði starfshópur fulltrúa forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og dómsmálaráðuneytis er fái það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. 27. september 2018 16:27 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Erla enn með ábyrgðina á herðum sér Erla Bolladóttir á enn eftir að fá mannorð sitt hreinsað. Tilfinningarnar eru blendnar eftir sýknudóm í gær. Hún vonast enn til að Hæstiréttur gangi lengra, lýsi sakleysi þeirra yfir og gangist við því sem gerðist. 28. september 2018 06:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
„Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. 27. september 2018 16:27
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04
Erla enn með ábyrgðina á herðum sér Erla Bolladóttir á enn eftir að fá mannorð sitt hreinsað. Tilfinningarnar eru blendnar eftir sýknudóm í gær. Hún vonast enn til að Hæstiréttur gangi lengra, lýsi sakleysi þeirra yfir og gangist við því sem gerðist. 28. september 2018 06:00