Handbolti

Alfreð og Aðalsteinn með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Gíslason vann góðan sigur í kvöld með sínum lærisveinum.
Alfreð Gíslason vann góðan sigur í kvöld með sínum lærisveinum. vísir/getty
Kiel gerði sér lítið fyrir og burstaði Melsungen, 37-20, á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Sigurinn var aldrei spurning en Kiel var níu mörkum yfir í hálfleik, 19-10. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í stuði í kvöld.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Kielar en Niclas Ekberg var markahæstur þeirra með átta mörk, þar af tvö úr vítum.

Kiel er með átta stig úr fyrstu sex leikjunum og er í fjórða til áttunda sæti en Melsungen er með jafn mörg stig og Kiel.

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen unnu einnig góðan sigur á Die Eulen Ludwigshafen, 25-23, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 10-10.

 Die Eulen Ludwigshafen er á botninum án stiga en Erlangen er med fjögur stig eftir sex leiki og er í tíunda til fjórtánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×