B manneskjan Sigríður Björk er komin með nóg af fótboltamótum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2018 14:30 Fjallað var um Sigríði Björk lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í Íslandi í dag í gær. Hún er algjör B manneskja, er guðslifandi fegin að þurfa ekki að velja föt á morgnana og var varla búin að bursta tennurnar þegar Sindri bankaði upp á eldsnemma morguns og bauð sér í morgunkaffi. Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er í draumastarfinu, leggur sérstaka áherslu á mál tengdum heimilisofbeldi og vill bæta ímynd lögreglunnar enn frekar en Sindri ræddi við lögreglustjórann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir sjálf að hún sé alls ekki hörð, en geti þó stigið niður fæti þegar þess þarf, vill leiða frekar en stjórna og væri líklega leikskólakennari ef hún væri ekki lögfræðingur og lögga. En hver er þessi kona þegar hún er ekki í vinnunni? „Við erum sjö hérna í húsinu. Við hjónin, börnin okkar þrjú, tengdasonur og barnabarn,“ segir Sigríður en hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. „Við biðum rosalega lengi eftir yngsta barninu og hefðum viljað fá það svona 12 árum fyrr en það er rosalega gaman að eiga kríli sem er sjö ára, allt nema fótboltamótin, ég er alveg komin með nóg af fótboltamótum og íþróttamótum. Það þýðir ekkert að æsa sig yfir því, þetta er fótboltagutti.“Það er alltaf nóg að gera hjá Sigríði.Sigríður og Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju, búa saman á heimilinu. Hún segir að oftast sé nóg að gera en verkefnin heima fyrir og í vinnunni séu alltaf skemmtileg. „Ég held að ég upplifi mig kannski ekki alveg eins og allir aðrir en ég reyni að ýta fólkinu í kringum mig áfram, reyni svona að taka frekar hlutina í rólegheitunum og svona mjúklega ef það er hægt en ég get alveg sett fótinn niður og þarf að geta gert það í þessu starfi. Ég vel svona A fólk, ég vel fólk sem er betra en ég.“ Hún segist alltaf hafa ætlað sér að verða leikskólakennari þar sem hún er einkabarn. „Ég er bara mikil mamma. Mér finnst gaman að vinna í garðinum og að prjóna. Ég er bara mikill dundari og kannski er það vegna þess að ég átti enginn systkini. Ég er hræðilegur kokkur og bara elda ekki. Maðurinn minn og dóttir mín sjá um það. Ég sé um þrifin og þvottinn á heimilinu.“Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Ég er femínisti“ Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Hún er algjör B manneskja, er guðslifandi fegin að þurfa ekki að velja föt á morgnana og var varla búin að bursta tennurnar þegar Sindri bankaði upp á eldsnemma morguns og bauð sér í morgunkaffi. Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er í draumastarfinu, leggur sérstaka áherslu á mál tengdum heimilisofbeldi og vill bæta ímynd lögreglunnar enn frekar en Sindri ræddi við lögreglustjórann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir sjálf að hún sé alls ekki hörð, en geti þó stigið niður fæti þegar þess þarf, vill leiða frekar en stjórna og væri líklega leikskólakennari ef hún væri ekki lögfræðingur og lögga. En hver er þessi kona þegar hún er ekki í vinnunni? „Við erum sjö hérna í húsinu. Við hjónin, börnin okkar þrjú, tengdasonur og barnabarn,“ segir Sigríður en hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. „Við biðum rosalega lengi eftir yngsta barninu og hefðum viljað fá það svona 12 árum fyrr en það er rosalega gaman að eiga kríli sem er sjö ára, allt nema fótboltamótin, ég er alveg komin með nóg af fótboltamótum og íþróttamótum. Það þýðir ekkert að æsa sig yfir því, þetta er fótboltagutti.“Það er alltaf nóg að gera hjá Sigríði.Sigríður og Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju, búa saman á heimilinu. Hún segir að oftast sé nóg að gera en verkefnin heima fyrir og í vinnunni séu alltaf skemmtileg. „Ég held að ég upplifi mig kannski ekki alveg eins og allir aðrir en ég reyni að ýta fólkinu í kringum mig áfram, reyni svona að taka frekar hlutina í rólegheitunum og svona mjúklega ef það er hægt en ég get alveg sett fótinn niður og þarf að geta gert það í þessu starfi. Ég vel svona A fólk, ég vel fólk sem er betra en ég.“ Hún segist alltaf hafa ætlað sér að verða leikskólakennari þar sem hún er einkabarn. „Ég er bara mikil mamma. Mér finnst gaman að vinna í garðinum og að prjóna. Ég er bara mikill dundari og kannski er það vegna þess að ég átti enginn systkini. Ég er hræðilegur kokkur og bara elda ekki. Maðurinn minn og dóttir mín sjá um það. Ég sé um þrifin og þvottinn á heimilinu.“Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Ég er femínisti“ Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“