Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. september 2018 13:01 Engan sakaði en málið er rakið til slæmra mannlegra mistaka Vísir/Vilhelm Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu. Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu.
Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira