Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. september 2018 13:01 Engan sakaði en málið er rakið til slæmra mannlegra mistaka Vísir/Vilhelm Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu. Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu.
Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira