Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2018 07:17 Padma Lakshmi er líklega þekktust fyrir að stýra sjónvarpsþáttunum Top Chef. Vísir/getty Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. Hún segir ásakanir á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefnis Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera kveikjuna að skrifunum. Lakshmi er 48 ára gömul og segir í pistlinum að þáverandi kærasti hafi nauðgað henni fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Í kjölfarið hafi henni fundist sem nauðgunin væri henni að kenna og þá segist hún skilja hvers vegna konur segi ekki frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar.„Þetta verður bara vont í smá stund“ Lakshmi var 16 ára og kærastinn 23 ára þegar þau byrjuðu að hittast. Hún segir að kvöldið sem hann nauðgaði sér hafi hún gist í íbúð hans, sofnað og hrokkið upp með hann ofan á sér. „Ég spurði: „Hvað ertu að gera?“ Hann sagði: „Þetta verður bara vont í smá stund.“ „Gerðu það, ekki gera þetta,“ öskraði ég. […] Eftir að hann hafði lokið sér af sagði hann: „Ég hélt það yrði ekki eins sárt ef þú værir sofandi“.“ Lakshmi sagði aldrei neinum frá atvikinu, hvorki fjölskyldu sinni né lögreglu, þar sem hún byrjaði fljótlega að finna fyrir þrúgandi skömm. Lakshmi setur tilfinningar sínar í samhengi við ásakanir Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez á hendur Brett Kavanaugh, og þá enn fremur viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við ásökununum. Lakshmi vísar sérstaklega í tíst Trumps sem birt var á föstudag. Þar fullyrti forsetinn að Ford hefði án efa tilkynnt árás Kavanaugh til lögreglu, hefði ofbeldið verið jafnslæmt og hún lýsir því. Þá krafði Trump hana um gögn málsins. Myllumerkinu #WhyIDidntReport eða „þess vegna lagði ég ekki fram kæru“ var hleypt af stokkunum í kjölfar ummæla forsetans, líkt og greint var frá á Vísi um helgina.I have no doubt that, if the attack on Dr. Ford was as bad as she says, charges would have been immediately filed with local Law Enforcement Authorities by either her or her loving parents. I ask that she bring those filings forward so that we can learn date, time, and place!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 „Ég skil hvers vegna konurnar sögðu engum frá þessu í svona mörg ár, án þess að tilkynna neitt til lögreglu. Ég gerði hið sama um margra ára skeið,“ segir Lakshmi og svarar þar áðurnefndu tísti forsetans. Bæði Ford og Ramirez saka Kavanaugh um að hafa brotið á sér á níunda áratug síðustu aldar. Ford og Kavanaugh munu bæði bera vitni á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun vegna málsins. Kavanaugh segir ásakanir beggja kvenna rógburð. Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. Hún segir ásakanir á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefnis Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera kveikjuna að skrifunum. Lakshmi er 48 ára gömul og segir í pistlinum að þáverandi kærasti hafi nauðgað henni fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Í kjölfarið hafi henni fundist sem nauðgunin væri henni að kenna og þá segist hún skilja hvers vegna konur segi ekki frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar.„Þetta verður bara vont í smá stund“ Lakshmi var 16 ára og kærastinn 23 ára þegar þau byrjuðu að hittast. Hún segir að kvöldið sem hann nauðgaði sér hafi hún gist í íbúð hans, sofnað og hrokkið upp með hann ofan á sér. „Ég spurði: „Hvað ertu að gera?“ Hann sagði: „Þetta verður bara vont í smá stund.“ „Gerðu það, ekki gera þetta,“ öskraði ég. […] Eftir að hann hafði lokið sér af sagði hann: „Ég hélt það yrði ekki eins sárt ef þú værir sofandi“.“ Lakshmi sagði aldrei neinum frá atvikinu, hvorki fjölskyldu sinni né lögreglu, þar sem hún byrjaði fljótlega að finna fyrir þrúgandi skömm. Lakshmi setur tilfinningar sínar í samhengi við ásakanir Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez á hendur Brett Kavanaugh, og þá enn fremur viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við ásökununum. Lakshmi vísar sérstaklega í tíst Trumps sem birt var á föstudag. Þar fullyrti forsetinn að Ford hefði án efa tilkynnt árás Kavanaugh til lögreglu, hefði ofbeldið verið jafnslæmt og hún lýsir því. Þá krafði Trump hana um gögn málsins. Myllumerkinu #WhyIDidntReport eða „þess vegna lagði ég ekki fram kæru“ var hleypt af stokkunum í kjölfar ummæla forsetans, líkt og greint var frá á Vísi um helgina.I have no doubt that, if the attack on Dr. Ford was as bad as she says, charges would have been immediately filed with local Law Enforcement Authorities by either her or her loving parents. I ask that she bring those filings forward so that we can learn date, time, and place!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 „Ég skil hvers vegna konurnar sögðu engum frá þessu í svona mörg ár, án þess að tilkynna neitt til lögreglu. Ég gerði hið sama um margra ára skeið,“ segir Lakshmi og svarar þar áðurnefndu tísti forsetans. Bæði Ford og Ramirez saka Kavanaugh um að hafa brotið á sér á níunda áratug síðustu aldar. Ford og Kavanaugh munu bæði bera vitni á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun vegna málsins. Kavanaugh segir ásakanir beggja kvenna rógburð.
Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49