ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku Hörður Ægisson skrifar 26. september 2018 08:00 Kvika og rekstrarfélög bankans verða með yfir 400 milljarða í stýringu eftir kaupin á GAMMA. Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira