Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 13:37 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10