Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 13:37 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10