Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 13:37 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10