Þyrluflug og bílaumferð á Stórhöfða geta spillt mengunarrannsóknum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2018 13:47 Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofunni sér um efnavöktun á vegum hennar. Það kemur honum á óvart að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða. Íslendingar hafi skuldbundið sig á alþjóðavísu til að mæla mengun á staðnum. Myndin er af Vestmanneyjum en Stórhöfði er ekki sjáanlegur hér. Vísir/Pjetur Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að banna alla þyrluumferð á Stórhöfða nema í algjörum undantekningartilvikum enda svæðið gríðarlega mikilvægt þegar kemur að mengunarrannsóknum í heiminum. Þá þurfi að takmarka alla bílaumferð þar. Í frétt Vísis um helgina kom fram að eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar standi fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur verið settur upp á svæðinu þar sem þyrlur hafa lent. Nú er verið að stækka pallinn og lýkur framkvæmdunum eftir nokkrar vikur að sögn Þrastar Johnsen athafnamanns á svæðinu. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 sinnt efnavöktun á Stórhöfða þar sem gróðurhúsaloftegundir og þrávirk lífræn efni eru mæld. Undrandi að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofunni sér um efnavöktun á vegum hennar. Það kemur honum á óvart að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða. Íslendingar hafi skuldbundið sig á alþjóðavísu til að mæla mengun á staðnum. „Það eru í gangi alþjóðlegir samningar um takmörkun á ýmsum þrávirkum lífrænum efnum og gróðurhúsaloftegundum. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Slík efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 séð um að mæla þessi efni á Stórhöfða í Vestmannaeyjum enda um eitt hreinasta svæði í heiminum og því afar eftirsóknarvert að vakta svæðið. Rannsóknir ganga meðal annars út á að kanna hvort að þessi efni fari minnkandi í andrúmslofti. Stórhöfði endurspeglar hvernig ástandið er í Atlandshafi. Þetta svæði ásamt svipuðum stað á Haítí er svo notað í samanburði við aðra staði í heiminum þar sem mengun mælist mun meiri,“ segir Árni.Vill engar þyrlur og takmörkun á bílaumferð Árni segir að helst eigi engin þyrla að lenda á svæðinu. „Það kemur mengun frá þyrlum sem getur spillt sýnunum sem við söfnum. Það eru þungmálmar bæði í eldsneyti og útblæstri véla sem geta komið fram í sýnum okkar. Það er einnig mikilvægt að takmarka alla bílaumferð á staðnum því þeir geta spillt svæðinu á sama hátt. Það var alltaf lokað með hliði við svæðið en ég veit ekki hvernig það er núna þegar framkvæmdir eru í gangi,“ segir Árni að lokum.Sveitarfélagið bannar þyrlum að lenda utan flugvallarÍ aðalskipulagi Vestmannaeyja fyrir 2015-2035 kemur fram á bls. 96 að hafa á samstarf við Samgöngustofu um takmörkun á umferð um loftrými Vestmannaeyja þar sem sjónarmið sveitarfélagsins er að ekki verði heimilt að lenda þyrlum utan flugvallarins vegna ferðaþjónustu. Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi kannast ekki við umsókn um lendingarpall á Stórhöfða í fyrirspurn sem fréttastofa sendi honum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að banna alla þyrluumferð á Stórhöfða nema í algjörum undantekningartilvikum enda svæðið gríðarlega mikilvægt þegar kemur að mengunarrannsóknum í heiminum. Þá þurfi að takmarka alla bílaumferð þar. Í frétt Vísis um helgina kom fram að eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar standi fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur verið settur upp á svæðinu þar sem þyrlur hafa lent. Nú er verið að stækka pallinn og lýkur framkvæmdunum eftir nokkrar vikur að sögn Þrastar Johnsen athafnamanns á svæðinu. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 sinnt efnavöktun á Stórhöfða þar sem gróðurhúsaloftegundir og þrávirk lífræn efni eru mæld. Undrandi að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofunni sér um efnavöktun á vegum hennar. Það kemur honum á óvart að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða. Íslendingar hafi skuldbundið sig á alþjóðavísu til að mæla mengun á staðnum. „Það eru í gangi alþjóðlegir samningar um takmörkun á ýmsum þrávirkum lífrænum efnum og gróðurhúsaloftegundum. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Slík efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 séð um að mæla þessi efni á Stórhöfða í Vestmannaeyjum enda um eitt hreinasta svæði í heiminum og því afar eftirsóknarvert að vakta svæðið. Rannsóknir ganga meðal annars út á að kanna hvort að þessi efni fari minnkandi í andrúmslofti. Stórhöfði endurspeglar hvernig ástandið er í Atlandshafi. Þetta svæði ásamt svipuðum stað á Haítí er svo notað í samanburði við aðra staði í heiminum þar sem mengun mælist mun meiri,“ segir Árni.Vill engar þyrlur og takmörkun á bílaumferð Árni segir að helst eigi engin þyrla að lenda á svæðinu. „Það kemur mengun frá þyrlum sem getur spillt sýnunum sem við söfnum. Það eru þungmálmar bæði í eldsneyti og útblæstri véla sem geta komið fram í sýnum okkar. Það er einnig mikilvægt að takmarka alla bílaumferð á staðnum því þeir geta spillt svæðinu á sama hátt. Það var alltaf lokað með hliði við svæðið en ég veit ekki hvernig það er núna þegar framkvæmdir eru í gangi,“ segir Árni að lokum.Sveitarfélagið bannar þyrlum að lenda utan flugvallarÍ aðalskipulagi Vestmannaeyja fyrir 2015-2035 kemur fram á bls. 96 að hafa á samstarf við Samgöngustofu um takmörkun á umferð um loftrými Vestmannaeyja þar sem sjónarmið sveitarfélagsins er að ekki verði heimilt að lenda þyrlum utan flugvallarins vegna ferðaþjónustu. Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi kannast ekki við umsókn um lendingarpall á Stórhöfða í fyrirspurn sem fréttastofa sendi honum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira