Ætlum við virkilega að gefast upp? Þórir Garðarsson skrifar 24. september 2018 12:30 Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun