Aldrei meiri spenna um Íslandsmeistaratitla í rallakstri Bragi Þórðarson skrifar 21. september 2018 21:00 mynd/aðsend/sæmilegar myndir Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is. Aðrar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum