Orkuskiptin stórt ímyndarmál fyrir Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 10:08 Dr. Friðrik Larsen „Orkuskiptin eru hafin en almenningur þarf að verða meðvitaðri um að þetta sé mögulegt og mikilvægt skref í tækni og framförum. Þetta er einnig stórt ímyndarmál fyrir okkur Íslendinga. Við eigum ekki að láta fyrsta sætið af hendi sem sjálfbærasta þjóð í heimi en til þess að vera í forystu í þessum málum þá verðum við að láta verkin tala,“ segir Dr. Friðrik Larsen, lektor í markaðsfræðum og einn aðstandenda orkumálaráðstefnunnar Charge Branding Energy, sem fram fer í Hörpu eftir helgi. Á ráðstefnunni verður ljósi varpað á framtíð orkumála í heiminum, til að mynda verða endurnýjanlegir orkugjafar og rafmagnaðar samgöngur þar til umfjöllunar. Að sögn aðstandenda er búist við um 300 gestum á ráðstefnuna en á meðal fyrirlesara eru stjórnendur úr nokkrum af stærstu fyrirtækum í heimi á þessu sviði. Þá er von á stofnendum og stjórnendum virtra alþjóðlegra ráðgjafastofa. „Meðal gesta ráðstefnunnar er Indverjinn Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride. Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni kemur hann inn á ferðalög sín, þar á meðal nýjasta ævintýrið; hringferð um Ísland á IKEA rafhjóli. Eins og áhorfendur á ráðstefnunni munu sjá verður framtíð orkumála mótuð af bestu og framsýnustu vörumerkjunum, óháð geira. Það er því ánægjulegt að hafa fengið framsækin vörumerki til liðs við CHARGE til að vekja athygli á möguleikum rafknúinna og umhverfisvænna samgöngumáta,“ segir Dr. Friðrik ennfremur. Ráðstefnan fer sem fyrr segir fram í Hörpu dagana 24. og 25. september. Orkumál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
„Orkuskiptin eru hafin en almenningur þarf að verða meðvitaðri um að þetta sé mögulegt og mikilvægt skref í tækni og framförum. Þetta er einnig stórt ímyndarmál fyrir okkur Íslendinga. Við eigum ekki að láta fyrsta sætið af hendi sem sjálfbærasta þjóð í heimi en til þess að vera í forystu í þessum málum þá verðum við að láta verkin tala,“ segir Dr. Friðrik Larsen, lektor í markaðsfræðum og einn aðstandenda orkumálaráðstefnunnar Charge Branding Energy, sem fram fer í Hörpu eftir helgi. Á ráðstefnunni verður ljósi varpað á framtíð orkumála í heiminum, til að mynda verða endurnýjanlegir orkugjafar og rafmagnaðar samgöngur þar til umfjöllunar. Að sögn aðstandenda er búist við um 300 gestum á ráðstefnuna en á meðal fyrirlesara eru stjórnendur úr nokkrum af stærstu fyrirtækum í heimi á þessu sviði. Þá er von á stofnendum og stjórnendum virtra alþjóðlegra ráðgjafastofa. „Meðal gesta ráðstefnunnar er Indverjinn Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride. Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni kemur hann inn á ferðalög sín, þar á meðal nýjasta ævintýrið; hringferð um Ísland á IKEA rafhjóli. Eins og áhorfendur á ráðstefnunni munu sjá verður framtíð orkumála mótuð af bestu og framsýnustu vörumerkjunum, óháð geira. Það er því ánægjulegt að hafa fengið framsækin vörumerki til liðs við CHARGE til að vekja athygli á möguleikum rafknúinna og umhverfisvænna samgöngumáta,“ segir Dr. Friðrik ennfremur. Ráðstefnan fer sem fyrr segir fram í Hörpu dagana 24. og 25. september.
Orkumál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira