Handbolti

Bjarki Már og félagar lögðu lærisveina Aðalsteins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarki Már í leik með Berlínarliðinu.
Bjarki Már í leik með Berlínarliðinu. vísir/getty
Bjarki Már Elísson hafði betur gegn Aðalsteini Eyjólfssyni í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Lærisveinar Aðalsteins í Erlangen tóku á móti Bjarka Má og félögum í Füchse Berlin.

Það var í raun aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara. Gestirnir frá Berlín voru með yfirhöndina allan tímann og leiddu 8-16 í hálfeik. Þeir komust mest í tíu marka forystu snemma í seinni hálfleik en leik lauk með fimm marka sigri, 22-27.

Bjarki Már skoraði tvö mörk fyrir Füchse Berlin sem er nú komið með þrjá sigra úr fyrstu fimm leikjum sínum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×