Brees komst í sögubækurnar í öruggum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2018 12:00 Drew Brees fagnar eftir að hann bætti metið sitt í nótt. Vísir/Getty Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018 NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018
NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15
Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00